Úthlutun tveggja lóða í Bolungavík til Nýjatúns ehf tekur breytingum eftir grenndarkynningu. Lóðin við Þjóðólfsveg 11 var færð um 2,5 til 3,0 metra til vesturs þannig að hægt verði að koma göngustíg fyrir milli lóðanna við Þjóðólfsveg 9 og 11 og úthlutun lóðarinnar við Þjóðólfsveg 13 var frestað þar sem hún er að hluta utan skilgreinds íbúðasvæðis í gildandi aðalskipulagi. Fimm íbúðir verða í einu húsi á hvorri lóð.
Tveir íbúðaeigendur sendu inn athugasemdir við byggingaáformin og gerðu nokkrar athugasemdir við staðsetningu nýju bygginganna.
Grenndarkynningin var m.a. talin ólögmæt í ljósi þess fyrirhuguð framkvæmd er ekki í samræmi við Aðalskiplag Bolungarvíkur 2008-2020 þar sem byggingarlóð náði inn á opið svæði til sérstakra nota, og ekki er heimilt að byggja á því svæði nema að breyta aðalskipulaginu fyrst.
Þá var á það bent að Hreggnasagryfjan, sem lóðirnar standa við stöðum hafi verið notað undir viðburði á bæjarhátíðum og sem sleðabrekkur á veturna svo eitthvað sé nefnt og betur væri að nýtist betur í óbreyttri mynd. Einnig var bent á hæðamun á lóðunum Þjóðólfsvegi 9 og 11 sem væri verulegur. Loks var vakin athygli á því að göngustígur hafi myndast frá holtunum um þessar lóðir á brún gryfjunnar og niður á Höfðastíg og fara þarna fram og til baka tugur barna gangandi og hjólandi á degi hverjum.
Umhverfisnefnd brást við þessum athugasemdum með því að færa lóðina Þjóðólfsveg 11 um 2,5 til 3,0 metra til vesturs þannig að hægt verði að koma göngustíg fyrir milli lóðanna við Þjóðólfsveg 9 og 11. Varðandi útivistarsvæðið í gryfjunni segir í svari Umhverfisnefndar að stærsti hluti gryfjunnar og næsta umhverfi hennar sé á skilgreindu íbúðarsvæði
samkvæmt aðalskipulagi og muni hún því ekki nýtast til framtíðar á sama hátt og
verið hefur fram að þessu.