Banka­húsið er óselt en tilboð hafa borist

Samkvæmt frétt Morgunblaðsins í dag hafa nokk­ur til­boð borist í Lands­banka­húsið við Pól­götu á Ísaf­irði sem er til sölu.

Áform eru uppi um að flytja starf­semi úti­bús bank­ans í bygg­ingu skammt frá nú­ver­andi stað, það er Hafn­ar­stræti 19 þar sem Spari­sjóður Vest­f­irðinga var áður.

Hús Lands­bankas á Ísaf­irði er á fjór­um hæðum; kjall­ari, tvær hæðir og ris. Grunn­flöt­ur er um 220 m2 en alls er húsið um 830 m2.

Af­greiðslu­sal­ur og aðstaða fyr­ir viðskipta­vini var á 1. hæð en á 2. hæð var m.a. íbúð fyr­ir úti­bús­stjóra. Í svip er banka­húsið mjög líkt bygg­ingu Lands­bank­ans á Sel­fossi og í Reykjavík.

Sem kunn­ugt er var húsið á Sel­fossi selt ný­lega, enda hent­ar það ekki leng­ur starf­semi bank­ans. Sama mun vera uppi á ten­ingn­um á Ísaf­irði.