Vesturbyggð: kostnaður við grunnskóla langt umfram tekjur

Kostnaður af rekstri grunnskólanna tveggja í Vesturbyggð á Patreksfirði og á Bíldudal hefur síðustu ár verið frá 20% upp í 37% hærri en þær tekjur sem sveitarfélagið fær til þess að standa undir rekstrinum.

Samið var um það milli ríkis og sveitarfélaga 1996 ð sveitarfélögin yfirtækju rekstur grunnskólans og fengu þau tekjustofn frá ríkinu til þess að standa undir kostnaðinum. Annars vegar var um að ræða 2,33% hækkun á útsvarsprósentu og hins vegar framlag frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem útdeilt er árlega með hliðsjón af aðstæðum í sveitarfélaginu í því skyni að jafna getu sveitarfélaganna um landið til að sinna verkefninu.

Í meðfylgjandi yfirliti sem byggt er að hluta á tölum frrá Rebekku Hilmarsdóttur, bæjarstjóra í Vesturbyggð kemur fram að kostnaðurinn hefur vaxið langt umfram tekjurnar.

Vesturbyggð
rekstur grunnskóla í m.kr.
Ár 2,33% Jöfnunarsj. tekjur samtals Kostn. Niðurstaða  Útgj umfram tekjur
m.kr. m.kr. m.kr. m.kr.
2018 89 150 239 300 -61 20%
2019 96 111 207 310 -103 34%
2020 97 99 196 310 -114 37%
2021 88 327

 

Í töfluna vantar áætlun um hlut grunnskólaprósentunnar 2,33% í útsvarstekjum næsta árs 2021.

Hallinn hefur farið vaxandi frá 2018. Hann var 20% það ár en er áætlaður verða um 114 m.kr. eða 37%  á þessu ári. Á næsta ári munu útgjöldin hækka nokkuð eða um 17 m.kr. líklega einkum vegna kjarasamninga. Útsvarstekjurnar gætu hækkað lítilsháttar vegna fólksfjölgunar í sveitarfélaginu en svo á eftir að áætla áhrifin af covid 19 sem gætu verið til lækkunar.

Athyglisvert er að grunnskólaframlagið frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga hefur lækkað verulega frá 2018 til áætlunar 2021. Nemur sú lækkun 62 m.kr. og skýrir að mestu vaxandi halla af rekstri skólanna.

DEILA