Vestur Barðastrandarsýsla: 8,3 m.kr. styrkur til almenningssamganga

Patreksfjörður. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Vegagerðin hefur gert samning við Vesturbyggð og Tálknafjarðarhrepp um rekstur almenningsamganga milli sveitarfélaganna. Samningurinn gildir fyrir þetta ár og er heimilt að framlengja honum tvisvar sinnum, eitt ár í senn. Vegagerðin veitir 8.288.000 kr ársstyrk til verkefnisins.

Frá 2016 hefur Vegagerðin veitt þróunarstyrk til almenningssamganga og hafa  verið byggðar  upp samgöngur sem þjóna starfsmönnum Arnarlax og Odda , auk nemenda við Fjölbrautarskóla Snæfellinga Patreksfirði svo og barna og unglinga sem stunda íþróttir hjá Hérðassambandinu Hrafna Flóka.

Skyldur sveitarfélaganna er að tryggja almenningssamgöngur a.m.k. 9 mánuði á ári þannig að samgöngur milli þeirra séu greiðar, hagkvæmar, öruggar, umhverfislega sjálfbærar og styðji við jákvæða byggðaþróun.

DEILA