Vestfirðir: Fasteignamarkaðurinn líflegur í haust

Frá Patreksfirði. Leikskólinn Araklettur.

Velta á fasteignamarkaði hefur verið lífleg í haust. Samtals voru gerðir 61 samningur í september og október samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands. Kaupverðið var alls 1,7 milljarðar króna.

Mest voru viðskiptin með sérbýli í íbúðarhúsnæði. Þar voru 32 samningar og fjárhæðin var 1.044 milljónir króna. Íbúðir í fjölbýli sem skiptu um hendur voru 21 og fjárhæðin samanlagt 510 milljónir króna. Þá voru fjórar sölur á atvinnuhúsnæði og 2 sölur af öðru húsnæði.

Ekki eru að þessu sinni greining á sölunum milli Ísafjarðar annars vegar og annarra staða á Vestfjörðum hins vegar né upplýsingar um meðalverð á samning.

 

 

 

DEILA