Varasöm færð á vegum

Hafnar eru endurbætur á veginum yfir Mikladal.

Í dag aðfangadag er óvissustig á Súðavíkurhlíð og vegurinn yfir Dynjandisheiði er ófær.

Flughálka er á Steingrímsfjarðarheiði, Innstrandarvegi og á Klettsháls. Hálka, snjóþekja eða hálkublettir á flestum öðrum leiðum.

Í viðvörun Vegagerðarinnar sem segir að umtalsverðar slitlagsskemmdir séu á Bíldudalsvegi, á Mikladal og í Tálknafirði.

Skemmdirnar séu mestar á Mikladal á um fjögurra til fimm kílómetra kafla og eru vegfarendur beðnir um að aka varlega þar sem aðstæður gætu verið varasamar.

DEILA