Þvinguð sameining sveitarfélaga: Strandabyggð óákveðin

Innan sveitarstjórnar Strandabyggðar eru skiptar skoðanir um fyrirhugaða lögþvingun sveitarfélaga með því að setja íbúalágmark. Samkvæmt samþykkt aukaþing Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 2019 og lagafrumvarpi Samgöngu- og sveitarstjórnarmálaráðherra, sem lagt hefur verið fram á Alþingi, verða sveitarfélag með færri íbúa en 250 árið 2002 sameinast öðru og ekkert sveitarfélag má vera fámennara en 1000 íbúar árið 2026.

Þegar atkvæði voru greidd um málið á aukaþinginu og þá sat fulltrúi Strandabyggðar, Jón Gísli Jónsson oddviti hjá.

Jón Gísli sagði í samtali við Bæjarins besta að það væri skiptar skoðanir um málið og ekki lægi fyrir enn hver afstaða Strandabyggðar yrði til tillögu um að falla frá lögþvinguninni á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður í lok vikunnar.

Hann sagði það sína skoðun að íbúalágmarkið væri ekki aðalatriðið þegar meta ætti möguleika sveitarfélaga til þess að efla byggðarlögin. Þar skipti miklu máli hverjir tekjustofnar sveitarfélaga  væru. Strandabyggð væri orðin til úr sameiningu margra hreppa og þar hefði ekki allt tekist vel til. Þá væri mikilvægt að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hefði bolmagn til þess að jafna bæði útgjöld og tekjur sveitarfélaga að því marki sem lög gera ráð fyrir  en nokkuð vantar upp það sagði Jón Gísli. Strandabyggð stendur nú frammi fyrir miklum skerðingum á framlögum í Jöfnunarsjóðnum og verður að grípa til harðra aðhaldsaðgerða.