Teigsskógur: Landvernd segir réttarúrræði tæmd

Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar segir að að réttarúrræði samtakanna séu tæmd og því munu þau ekki fara með Þ-H leiðina fyrir dómsstóla. Auður segir að „Við munum halda áfram að biðla til Vegagerðarinnar um að láta af vegalagningunni þar sem henni standa betri kostir til boða.“

Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni segir að enn sem komið er hafi ekkert komið fram sem bendi til þess að úrskurði úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál frá 1. október sl. verði skotið til dómstóla. Í úrskurðinum var hafnað kröfum um ógildingu framkvæmdaleyfis fyrir vegagerð milli Bjarkalundar og Skálaness.

Hann sagði stefnt að því að koma útboði á þverun Þorskafjarðar út fyrir jól.

DEILA