Súðavík: Reykjavíkurflugvöllur er öryggisflugvöllur fyrir allt landið

Reykjavíkurflugvöllur séð til suðurs, Reykjavík, Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður í bakgrúnni. Mynd: Mats Wibe Lund.

Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps samþykkti á fundi sínum á föstudaginn að senda umsögn um tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Rekjavíkurflugvallar sem liggur fyrir þinginu.

Í samþykktinni er áréttað  „að Reykjavíkurflugvöllur var færður íslensku þjóðinni að gjöf og
gegnir veigamiklu hlutverki með staðsetningu sinni sem öryggisflugvöllur fyrir allt landið.
Núverandi staðsetning er veigamikil í því sambandi, ekki síst vegna nálægðar við
Landspítalann háskólasjúkrahús, sem er sjúkrahús allra landsmanna.“

DEILA