Orkuskipti 2020 – úthlutun styrkja úr Orkusjóði

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hafa ákveðið að fela Orkusjóði að veita 192 milljónum kr. til 55 verkefna í orkuskiptum af þeim fjárveitingum sem veittar eru til loftslagsmála í ár.

Sótt var um rúmar 482 milljónir kr til 76 verkefna. Flest verkefnin styðja við áframhaldandi rafvæðingu bílaflotans. Áherslan er nú á bílaleigur, samgöngufyrirtæki og sveitarfélög. Einnig er stutt við uppbyggingu innviða til nýtingar á metangasi og raforku til fóðurpramma í fiskeldi. Þessi verkefni eiga það öll sammerkt að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og stuðla að aukinni notkun á innlendri og vistvænni orku.

Flestir styrkirnir voru veittir til að koma upp hleðslustöðvum fyrir bifreiðar.

Sjö sveitarfélög fengu styrki þar á meðal voru Kaldrananeshreppur sem fékk 5.000.000 til að koma upp varmadæla í Laugarhól, félagsheimili og ferðaþjónustu og Vesturbyggð sem fékk 4.750.000 til að koma upp varmadælum í ýmsar byggingar og mannvirki sveitarfélagsins.

DEILA