Merkir Íslendingar – Björn Halldórsson

Björn Halldórsson fæddist 5. desember 1724, sonur Sigríðar Jónsdóttur og Halldórs Einarssonar, prests á Stað í Steingrímsfirði.

 

Eftir dauða föður síns var hann 14 ára sendur í vist í Skálholtsskóla hjá Jóni Árnasyni biskupi. Hann var góður nemandi og vel að sér í klassískum fræðum.

 

Árið 1756 varð hann prófastur í Sauðlauksdal. Hann kvæntist Rannveigu Ólafsdóttur og þau bjuggu í Sauðlauksdal í 30 ár. Björn var frumkvöðull í jarðyrkju á Íslandi. Hann byggði stóran garð og skyldaði sóknarmenn í þegnskylduvinnu í garðinum, sem þeir á móti nefndu garðinn Ranglát. Björn ræktaði jurtir, kál, næpur og kartöflur.

 

Eftir Björn liggjur fjöldi rita á dönsku í anda upplýsingastefnunnar. Hann gaf m.a. út skýrslu um jarðyrkjuna í Sauðlauksdal. Frægust er bókin Atli (1780) þar sem ungi bóndinn Atli á samræðu við reyndan bónda sem miðlar þekkingu sinni og er eins og leiðarvísir um góða búskaparhætti. Að skipun konungs var bókinni dreift endurgjaldslaust til íslenskra bænda og hún þótti hin besta skemmtun. Stærsta ritverkið er þó Lexicon Islandico-LatinoDanicum, íslensk orðabók með latneskum þýðingum, sem hann vann að í 15 ár. Hún kom út 1814 með viðbótum annarra fræðimanna.

 

Eftir 30 ár í Sauðlauksdal var heilsu Björns tekið að hraka og hjónin fluttust í Setberg í Eyrarsveit þar sem hann lést 24. ágúst 1794, þá 69 ára gamall.

Morgunblaðið laugardagurinn 5. desember 2020.

Skráð af menningar-Bakki.