Landsþing sveitarfélaga: meirihluti vill lögþvingun

Atkvæði voru greidd um tillögu 20 sveitarfélaga um að falla frá ákvæði um lögþvingun í sameiningu sveitarfélaga með setningu íbúalágmarks á landsþingi sambands íslenskra sveitarfélaga.

Atkvæði féllu þannig að 54 fulltrúar studdu að falla frá lögþvinguninni og 67 þingflulltrúar vildi halda henni, Tveir sátu hjá.

Þetta er mun jafnaði niðurstaða en var á aukalandsþinginu en þá var ríflegur meirihluti en atkvæði voru ekki talin.

Afstaða sambands íslenskra sveitarfélaga er því óbreytt frá því sem ákveðið var á aukalandsþinginu haustið 2019.

Fyrir Alþingi liggur framvarp sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga þar sem lagt er til að lögfesta lágmarksíbúafjölda ákvæðið og knýja þannig fram sameiningar sveitarfélaga á næstu árum.

DEILA