Kristján Þór Kristjánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Ísafjarðarbæ segist ekki styðja aðgerðir sem þvinga sveitarfélög til sameiningar en vill skoða vel sameiningu þeirra,
Hann segir að hann hafi gefið upp afstöðu mína á Fjórðungsþingi Vestfjarða á Hólmavík í fyrra.
„Ég styð ekki aðgerðir sem þvinga sveitarfélög til sameiningar. Aftur á móti tel ég að skoða þurfi vel sameiningu sveitarfélaga og er almennt hlynntur sameiningum. Ég tel td að sveitarfélög á Norðanverðum Vestfjörðum ættu að hefja í sameiningu vinnu sem kannaði hagkvæmni á sameiningu sveitarfélaganna. Kanna kosti og galla ásamt þeim tækifærum sem gætu falist í sameiningu. Með slíkri vinnu gætu sveitastjórnir og íbúar tekið betri og upplýstari ákvörðun um sameiningu byggða á öðrum en hreinum tilfinningum.“
Kristján Þór er fimmti bæjarfulltrúinn í Ísafjarðabæ sem leggst gegn lögþvingaðri sameiningu sveitarfélaga, en fyrir Alþingi liggur stjórnarfrumvarp þar um.