Ísafjörður: vilja gerða grjótgarð við Norðurtanga

Bæjarráðsmennirnir Daníel Jakobsson og Marzellíus Sveinbjörnsson hafa lagt til að  umhverfis- og eignasviði verði falið að kanna fýsileika þess að gera grjótvörn til norðurs frá Norðurtanga eða aðrar sambærilegar lausnir sem gætu leitt til þess að land myndist norðan Fjarðastrætis. Samhliða því yrði kannaður fýsileiki þess að koma fyrir landfyllingu á sama svæði þ.e. frá Krók að Norðurtanga á aðalskipulagi Ísfjarðarbæjar sem nú er í vinnslu.

Tillögunar lögu þeir fram á fundi bæjarráðs og var henni vísað til skipulagsfulltrúa til skoðunar í aðalskipulagsvinnu.

Í greinargerð með tillögunni segja þeir:

„Margir hafa haldið því fram að mikið innsteymi efnis sé í sundin við Sundabakka sem eigi uppruna sinn í Ísfjarðardjúpi sem berst svo inn Skutulsfjörð. Samhliða hefur verið talið að skoða ætti hvort að stöðva mætti þetta efni með grjótgarði norðan Norðurtanga og þannig myndi fjaran ná lengra út en nú er og land myndast.
Ísafjarðarbær er nú að vinna endurskoðun á aðalskipulagi og einnig á að dæla upp miklu efni úr sundunum vegna stækkun Sundabakka. Því er talið mikilvægt að kanna nú þegar hvort að fýsilegt sé að leggja út einhvers konar garð á umræddu svæði.
Einnig hefur komið fram sú hugmynd að stækka atvinnlóðasvæði á Suðurtanga inn á þar sem nú er skipulagt íbúðarsvæði vegna mikillar eftirspurnar eftir atvinnuhúsalóðum. EF það er gert er mikilvægt að kanna hvar væri heppilegt byggingarland. Hugsanlega væri það norðan Fjarðarstrætis frá Krók og niður að Norðurtanga. Umrædd tillaga gengur út á að forma þessa hugmyndi og kanna fýsileika hennar.“