Ísafjörður: Sungið á Eyri

Það er ýmislegt gert á aðventunni þó bannsett veiran hefti margar góðar hugmyndir.

Í gær gerði 6.bekkur GS við Grunnskólann á Ísafirði sér ferð upp á Hjúkrunarheimilið Eyri og söng þrjú lög fyrir utan allar deildir heimilisins.

Á leið sinni upp eftir bættist bekknum góður liðsauki þegar að skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar, Bergþór Pálsson, bættist i hópinn og leiddi sönginn ásamt Guðnýju Stefaníu Stefánsdóttur umsjónarkennara.

Þetta var gefandi og skemmtileg stund sem allir nutu vel.

DEILA