Ísafjarðarbær: fasteignaskattur hækkar þrátt fyrir lækkun álagningar

Tekjur Ísafjarðarbæjar af fasteignaskatti munu hækka um 2,9% milli áranna 2020 og 2021 samkvæmt fjárhagsáætlun bæjarins. Eru áætlað að þær verði  374 milljónir króna á næsta ári og hækki um 12 milljónir króna frá þessu ári.

Álagningarhlutföll eru óbreytt nema varðandi íbúðarhúsnæði. Þar lækkar álagningin úr 0,625% af  fasteignamati í 0,560%. Án þessarar lækkunar hefði tekjur af fasteignagjöldum hækkað um 9,2%.

Fasteignamat eigna í Ísafjarðarbæ hækkaði um 15,5% samkvæmt útreikningum Þjóðskrár Íslands og var það næst mesta hækkun á landinu.  Frá 2017 – 2021 hefur fasteignamatið í Ísafjarðarbæ hækkað um 52,9%.

Vatnsgjaldið lækkaði á þessu ári úr 0,21% í 0,10% og holræsagjaldið úr 0,25% í 0,20% og verður lækkunin áfram í gildi á næsta ári.

Heildartekjur af fasteignagjöldun 2021 munu verða 706 milljónir króna og hækka um 46 milljónir króna frá þessu ári eða  um tæp 7%.

Óbreyttur fasteignaskattur  í Súðavík

Í Súðavík hækkaði fasteignamatið aðeins um 2,6% milli ára. Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps ákvað að fasteignaskattur verði með þeim hætti að sama krónutala verði
lögð á og árið 2020 þannig að ekki komi til hækkunar fasteignaskattsins, þótt
álagningargrunnurinn hafi hækkað.

 

 

DEILA