Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða

Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða starfar á vegum Heilbrigðisnefndar Vestfjarða og sér um að framfylgja lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998, ásamt þeim reglugerðum sem settar eru samkvæmt lögunum, samþykktum sveitarfélaga og ákvæðum í sérstökum lögum eða reglugerðum sem nefndinni er eða kann að vera falið að annast framkvæmd á.

Því er ætlað að vinna að bættu heilbrigðiseftirliti á svæðinu, annast fræðslu fyrir almenning og efla samvinnu við önnur yfirvöld og aðila sem vinna að þessum málum.

Umdæmi embættisins nær yfir Ísafjarðarbæ, Bolungarvík, Súðavíkurhrepp, Vesturbyggð, Tálknafjarðarhrepp, Reykhólahrepp, Strandabyggð, Kaldrananeshrepp og Árneshrepp. Við eftirlitið starfa tveir heilbrigðisfulltrúar í tveimur stöðugildum.

Umhverfisstofnun skal sjá um gerð fræðsluefnis og upplýsa og fræða þá sem starfa að heilbrigðiseftirliti.

Matvælastofnun fer með yfirumsjón með matvælaeftirliti á vegum heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga og skal sjá um að vöktun og rannsóknir vegna þessa eftirlits séu framkvæmdar.

Bolungarvíkurkaupstaður annast bókhald og fjárreiður fyrir heilbrigðiseftirlit Vestfjarða, þar með talið innheimta leyfisgjöld, sýnatökugjöld, og önnur sérverkefni fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Innheimtur eftirlitsgjalda er á vegum sveitarfélaga á svæðinu.