Hábrún fær leyfi fyrir 700 tonna fiskeldi

Matvæastofnun gaf út í dag rekstrarleyfi til Hábrúnar ehf í Hnífsdal fyrir 700 tonna  eldi í Skutulsfirði, þar af eru 650 tonn regnbogasilungur og 50 tonn þorskur. Leyfið er til 16 ára.

Á grundvelli fyrirliggjandi gagna var það niðurstaða Skipulagsstofnunar að fyrirhuguð framkvæmd væri ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif með tilliti til eðlis framkvæmdarinnar, staðsetningar hennar og eiginleika hugsanlegra áhrifa hennar, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum. Því var framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Hábrún hf. mun stunda sjókvíaeldi á regnbogasilungi og þorski á þremur eldissvæðum í Skutulsfirði í Ísafjarðardjúpi, þannig að fiskur er alinn á tveimur eldissvæðum í einu og eitt eldissvæði er í hvíld.

Hábrún var áður með tvö 200 tonna rekstrarleyfi á þorski, laxi og silungi og falla þau niður.

 

DEILA