Grásleppan deiluefni meðal smábátasjómanna

Mjög skiptar skoðanir eru meðal fé­lags­manna Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda (LS) um hvort eigi að styðja frum­varp Kristjáns Þórs Júlí­us­son­ar, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, um að koma á kvóta­kerfi fyr­ir grá­sleppu­veiðar og ganga ásak­an­ir um sér­hags­muna­gæslu á víxl.

Eins og frumvarpið var kynnt í samráðsgátt verður hverjum og einum grásleppubát úthlutað aflahlutdeild sem tekur mið af veiðum hans á þremur árum á 6 ára tímabili 2013 – 2018. Aflahlutdeildin ákveður aflamark – kvóta á hverri vertíð.

Samkvæmt frumvarpinu eiga 450 bátar rétt á aflahlutdeild. Af þeim eru 96 bátar sem fá enga hlutdeild þar sem engin afli var á viðmiðunartímabilinu. Þeir sem eftir standa mundu skipta með sér leyfilegum heildarafla, eftir að 5,3% hafa verið dregin frá, samkvæmt hlutdeild hvers og eins.

Hefði kvótasetning komið til framkvæmda á síðustu vertíð hefði aflamark þeirra 354 báta orðið 14,1 tonn á bát.