Galdrasýningin á Ströndum 20 ára

Um þessar mundir eru 20 ár síðan Galdrasýningin á Ströndum var fyrst sett upp.

Af því tilefni hefur verið sett upp sýningu þar sem greint er frá nokkrum áföngum í sögu sýningarinnar sem vert er að minnast og margar skemmtilegar myndir birtar.

Á tímamótum sem þessum og í ljósi erfiðra aðstæðna er mikilvægt að staldra við og líta yfir farinn veg og fagna því sem hefur áunnist og tekist vel.

Telja má að Galdrasýningin sé afbragðs gott dæmi um velheppnað nýsköpunarverkefni og stuðningur og velvilji samfélagsins á Ströndum hefur verið lykilatriði í þeirri velgengni.

Sýningin núna verður opin frá 2. – 16. des. frá klukkan 13:00.
Muna þarf sóttvarnir, fjarlægð og fjöldatakmarkanir.