Kjörstjórn póstkosningar Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið vegna strangra sóttvarnarreglna sem skapað hafa verulega erfiðleika við framkvæmd póstkosningarinnar að fresta kosningunni um 15 daga.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá kjörstjórninni.
Framboðsfrestur til þátttöku í póstkosningunni rennur út þriðjudaginn 1. febrúar 2021, kl. 12:00 á hádegi.
Kjörskrá verður gerð samkvæmt félagatali 16. janúar 2021.
Atkvæðisseðlar verða sendir út 16. febrúar og er frestur til að skila þeim inn til og með 13. mars 2021. Kosið verður um 5 efstu sæti listans. Sjá nánar inn á framsokn.is.