Engin skötuveisla hjá Björgunarfélagi Ísafjarðar í ár

Vegna tilmæla sóttvarnarlæknis Vestfjarða þá verður BFÍ að fella niður hina árlega skötuveislu félagsins.

Okkur þykir þetta mjög leitt.

Við höfum haft skötuveislu undanfarin 20 ár til að þakka velunnurum félagsins fyrir stuðning líðandi árs.

Í skötuveisluna höfum við boðið öllum sem viljað hafa að koma til okkar.

Með jóla og áramóta kveðju

stjórn Björgunarfélags Ísafjarðar.