Engin brenna á Hauganesi

Vegna sóttvarnarráðstafana verður árleg áramótabrenna Ísfirðinga á Hauganesi ekki haldin á gamlársdagskvöld eins og hefð er fyrir. Sóttvarnaryfirvöld hafa beint þeim tilmælum til brennuhaldara að halda ekki brennur í ár til þess að lágmarka líkur á of stórum hópamyndunum og er sjálfsagt að verða við því. Munu brennuhaldarar snúa í staðinn tvíefldir til baka að ári liðnu.

Brennusveinar Sigga Sveins