Bolungavík: snjóflóðagarðarnir breyttu vindafarinu

Leitað er leiða til þess að vinn abug á breyttu vindafari í kjölfar nýrra snjóðflóðavarnagarða  við byggðina í Bolungavík. Verkfræðistofan Vatnaskil hefur verið fengin til þess að greina vandann og og finna lausnir á neikvæðum áhrifum af breyttu vindafari. Kynnt hefur verið  greinargerð verksfræðistofunnar með greiningu og tillögum að mótvægisaðgerðum.

Vegna garðanna sem reistur hafa verið yst í bænum undir Traðarhyrnunni verður nú vart við hvirfilvind í svonefndum Bólum og er markmið aðgerðanna að draga úr vindstyrk og minnka hvirfla sunnan við garðana.

Ýmsar leiðir að markmiði voru kannaðar og má þar nefna keilur, garða, veggi og hrýfi. Vour þær mis árangursríkar.  Árangursríkastar reyndust skjólveggir. Staðsetning og hæð voru mikilvægustu atriðin hvað þá varðar og voru skoðaðir nokkur möguleikar.

Leggur verkfræðistofan til að nánar verði skoðað að gerðir verði tveir veggir á snjóflóðasvæðinu 5 -7 metra háðir. Garðarnir verði ekki samsíða stefnu snjóflóðs. Reiknast stofunni til að garðarnir muni draga úr hvirfilmyndun og auka skjól í byggðinni.

Ofanflóðasjóður greiðir 90% af kostnaði við athugun, hönnun og framkvæmdir og Bolungavíkurkaupstaður 10%.

Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri segir að tillagan verði tekin til skoðunar. Meðal þess sem athuga þurfi er hvernig snjósöfnun í bænum kynni að breytast í kjölfar þess að gera þessa skjólgarða og hver tíðnin er áætluð á hirfilvindunum og við hvaða aðstæður þeirra verður helst vart.

DEILA