Atlantic Seafood styrkir knattspyrnudeild Vestra

Knattspyrnudeild Vestra og Atlantic Seafood hafa skrifað undir samstarfssamning.

Það voru þeir Elvar Thor Alfreðsson fyrir hönd Atlantic og Ívar Pétursson fyrir hönd Vestra, sem undirrituðu samninginn í húsakynnum Atlantic í Hafnarfirði.

„Við höfum mikla trú á Vestra og viljum vera einn af hornsteinum þess að þeir nái þeim markmiðum sem sett hafa verið fyrir komandi tímabil. Við eigum mikið og gott samstarf við vestfirskar útgerðir og má því segja að þetta sé okkar leið til að gefa til baka, en við erum mjög stoltir af góðu samstarfi við Vestfirðinga“ sagði Gunnar Valur Sigurðsson, framkvæmdarstjóri Atlantic.

„Það er frábært að fá jafn öflugt fyrirtæki og Atlantic inn í okkar frábæra hóp af bakhjörlum. Að finna fyrir trú á verkefninu er mikilvægt og fyllir okkur enn meiri eldmóð að gera betur en í fyrra“ er haft eftir stjórn Vestra, sem greinilega ætlar sér stóra hluti á komandi tímabili.

DEILA