100 ár liðin frá slysunum við Bjarnarnúp

Að kvöldi 17. desember 1920, í byl og náttmyrkri, féll Sumarliði Brandsson landpóstur fram af Bjarnarnúpi ásamt hesti sínum Sörla. Daginn eftir fannst lík hans niðri í fjöru ásamt hræi hestsins. Snjóflóð féll þá í fjörunni á fjóra leitarmenn og hreif með sér á haf út. Þrír leitarmenn drukknuðu: Guðmundur Helgi Jósefsson, Bjarni Halldór Bjarnason og Pétur Pétursson. lík þeirra fundust, en lík Sumarliða aldrei.

Snjáfjallasetur minnist slysanna við Bjarnarnúp fyrir réttum 100 árum með því að setja upp minningarskjöld á brún Stofuhlíðar, þar sem talið er að Sumarliði landpóstur hafi fallið fram af (GPS N 66’12,151 W 22’57,031). Skilti með QR-kóða hefur verið komið fyrir í vörðu á Snæfjallaheiði (GPS N 66’12,291 W 22’55,501) sem vísar á vef með upplýsingum um slysin við Bjarnarnúp  og á minningarskjöldinn. Bragi Hannibalsson leiðsögumaður kom skildinum og skiltinu fyrir.

Myndir: aðsendar.

Frekari fróðleik er að finna hér:

Jón Kristjánsson: „Slysin við Bjarnarnúp 17. og 18. des. 1920“. Faxi, 8. tölublað, 1. 12. 1982

Jón Þorvarðarson: „Slysin við Bjarnarnúp 1920“. Morgunblaðið, 24. 12. 2010

Engilbert S. Ingvarsson: „Nánar um slysin við Bjarnarnúp 1920“. Morgunblaðið, 23. 01. 2011