Vesturbyggð: leikskóla lokað milli jóla og nýárs

Bæjarráð Vesturbyggðar hefur samþykkt að auglýsa lokun leikskóla og leikskóladeildar á milli jóla og nýárs og vísar því til stuðnings í bókun frá fundi bæjarráðs  í apríl 2020 þar sem lokunin var samþykkt.

Lögð var fram í síðustu viku fram beiðni skólastjórnenda í grunn- og leikskólum í Vesturbyggð dags. 19. nóvember 2020, þar sem þess er óskað að skólarnir verði lokaðir á milli jóla og nýárs.  Segir í erindi þeirra að reynslan sé að fá börn nýti sér leikskóladvöl þessa daga. Því til viðbótar „eru starfsmenn undir miklu álagi vegna kórónuveirufaraldursins og lokun milli jóla- og nýárs mikilvæg hvíld fyrir framlínustarfsmenn leikskólanna sem og börnin“ segir í bókun bæjarráðs um málið.