Vesturbyggð: Fjórðungsambandið mun skila umsögn um Reykjavíkurflugvöll

Reykjavíkurflugvöllur séð til suðurs, Reykjavík, Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður í bakgrúnni. Mynd: Mats Wibe Lund.

Rebekka Himarsdóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð segir að ákveðið hafi verið í ljósi þess að umsögn um þingsályktunina um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar er til vinnslu hjá Vestfjarðastofu/Fjórðungssambandi Vestfirðinga í gegnum samgöngunefnd Fjórðungsþings Vestfirðinga, þar sem Iða Marsibil Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar er formaður, að sveitarfélagið sjálft skilaði ekki sérumsögn um málið.

Það skýri, að sögn Rebekku,  þá afgreiðslu á fundi bæjarráðs að ekki var tekin afstaða til málsins.

Engin afstaða hjá Ísafjarðarbæ

Þingmálið var einnig tekið fyrir á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar síðastliðinn mánudag. Málið var lagt fram til kynningar og engin afstaða til þess bókuð.

Upplýsingafulltrúi Ísafjarðarbæjar segir að þar sem bæjarráð vísaði málinu ekki áfram til annarra nefnda og bókaði ekki neitt annað undir þessum lið megi gera ráð fyrir að málið sé afgreitt.

Beðið er svara frá Daníel Jakobssyni, formanni bæjarráðs þar sem hann er inntur eftir afstöðu bæjarráðs til þingmálsins og til framtíðar Reykjavíkurflugvallarins í Vatnsmýrinni.

 

Kveðja,

 

DEILA