Ríkiskaup f.h. íslenska ríkisins áætla að selja varðskipið Ægi sem ekki er lengur í notkun á vegum Landhelgisgæslunnar.
Til að undirbúa söluferli er gerð undanfarandi markaðskönnun sem ekki er skuldbindandi fyrir seljanda.
Áður en tekin er ákvörðun um næstu skref í söluferlinu er óskað eftir hugmyndum um nýtingu skipsins og líklegt söluverðmæti.
Nánari upplýsingar er að finna í útboðskerfi Ríkiskaupa, TendSign föstudaginn 6. nóvember 2020.
Fyrirspurnarfrestur rennur út 6. janúar 2021.
Hugmyndum ásamt öðrum gögnum skal skila rafrænt í TendSign eigi síðar en kl. 12:00 föstudaginn 15. janúar 2021.