Þrír Vestfirðingar í stjórn samtaka sjávarútvegssveitarfélaga

Baldur Smári Einarsson bæjarfulltrúi í Bolungavík.

Á aðalfundi samtala sjávarútvegssveitarfélaga sem haldinn var í síðasta mánuði voru kosnir þrír Vestfirðingar í fimm manna stjórn samtakanna. Tveir þeirra eru í aðalstjórn og einn í varastjórn.

  • Baldur Smári Einarsson, Bolungarvíkurkaupstaður
    Fannar Jónasson, Grindavíkurbær
    Jón Björn Hákonarson, Fjarðabyggð
    Matthildur Ásmundardóttir, Sveitarfélagið Hornafjörður
    Rebekka Hilmarsdóttir, Vesturbyggð, formaður
  • Í varastjórn:
    Gauti Jóhannesson, Múlaþing
    Njáll Ragnarsson, Vestmannaeyjabær
    Þorgeir Pálsson, Strandabyggð

Samtökin voru stofnuð árið 2012 og eru 27 sveitarfélög ailar að þeim. Sex vestfirsk sveitarfélag eru í samtökunum: Vesturbyggð, Tálknafjörður, Ísafjarðarbær, Bolungavík, Súðavík og Strandabyggð.

Sveitarfélög sem hafa mikla beina hagsmuni af sjávarútvegi og sjókvíaeldi, s.s. vegna þess að úthlutað aflamark er hátt á hvern íbúa og/eða hlutfall starfa í veiðum, sjókvíaeldi og vinnslu er hátt, geta gerst aðilar að samtökunum.

Tilgangur samtakanna:

  • að standa vörð um hagsmuni aðildarsveitarfélaga og íbúa þeirra í öllum málum sem tengjast nýtingu auðlinda í veiðum, sjókvíaeldi og vinnslu.
  • að vinna að hvers konar sameiginlegum hagsmunamálum, s.s. við gerð laga og reglugerða sem varða sjávarútveg og sjókvíaeldi og stuðla að fræðslu og kynningu á málum sem því tengjast.
  • að taka þátt í mótun reglna um gjaldtöku vegna nýtingar sjávarauðlindarinnar og skiptingu á því gjaldi milli ríkis og sveitarfélaganna, ásamt öðrum fjárhagslegum og umhverfislegum atriðum sem tengjast nýtingu sjávarauðlindarinnar.
  • Að miðla upplýsingum og reynslu meðal aðildarsveitarfélaga um málaflokkinn.
DEILA