Tálknafjarðarkirkja er byggð á vegum Stóru-Laugardalssóknar.
Var fyrsta skóflustungan tekin þann 6. maí árið 2000 af biskupi Íslands, herra Karli Sigurbjörnssyni, ásamt Eydísi Huldu Jóhannesdóttur og Friðriki Kristjánssyni.
Herra Karl vígði einnig kirkjuna þann 5. maí árið 2002.
Kirkjan stendur á fallegum stað á svokölluðum Þinghóli í Tálknafirði.
Arkitekt kirkjunnar er Elísabet Gunnarsdóttir á Ísafirði.
Altari kirkjunnar er hannað af Hreini Friðfinnssyni sem og altaristaflan sem ekki er eiginleg altaristafla heldur stór veggur alsettur glitperlum.
Tálknafjarðarkirkja er í Bíldudals- og Tálknafjarðarprestakalli í Vestfjarðaprófastsdæmi.