Í byrjun október varð sú breyting á fjögur prestaköll á norðanverðum Vestfjörðum sameinuðust í eitt. Bolungarvíkur-, Holts-, Ísafjarðar- og Þingeyrarprestaköll, sameinist í eitt prestakall, Ísafjarðarprestakall.
Þrátt fyrir breytinguna verða áfram fjórir prestar í prestakallinu nýja. Sú breyting verður þó að einn þeirra verður sóknarprestur og sá sér um að færa inn í kirkjubækurnar og ýmis skýrsluskil. Prestarnir fjórir skiptast á um að sinn starfi sóknarprests og verður sr Magnús Erlingsson sóknarprestur fyrstu tvö árin.
Önnur breyting verður næstu áramót, en hún er sú að búsetuskylda í prestssetrum er afnumin. Hún verður valkvæð.
Sr Magnús Erlingsson segist vonast til að aukið samstarf prestanna eigi eftir að efla kirkjustarf á svæðinu. Hver prestur heldur áfram að sinna þeim sóknum sem hann hefur hingað til sinnt.