Nýr félagsmálastjóri á Ströndum og Reykhólum

Soffía Guðrún Guðmundsdóttir

Nýlega tók við starfi félagsmálastjóra Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps Soffía Guðrún Guðmundsdóttir, en hún tekur við starfinu af Guðrúnu Elínu Benónýsdóttur.

Soffía Guðrún er með víðtæka menntun og reynslu sem mun án efa nýtast vel í starfið. Hún er með M.A. próf í félagsráðgjöf til starfsréttinda frá Háskóla Íslands, B.A. próf í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands, M.A. próf í kynjafræði frá Háskóla Íslands, B.A. próf í félags- og þjóðfræði frá Háskóla Íslands og stúdentspróf frá Verslunarskóla Íslands vorið 1986.

Soffía á ættir sínar að rekja til Stranda en faðir hennar Guðmundur Jónsson var frá Fiskinesi við Drangsnes.

Hún hefur m.a. starfað við félagsráðgjöf í Rygge í Noregi, sem verkefnastjóri við félagsmiðstöðina Bólstaðarhlíð 43, Reykjavík, móttökuritari hjá landlæknisembættinu, skrifstofustjóri/læknaritari á lyflækningadeild LHS, ritari sóttvarnarlæknis við landlæknisembættið, auk starfa á sambýlum, athvarfi fyrir geðfatlaða og á frístundaheimili.

DEILA