Núpur BA: grunur um smit um borð

Línuskipið Núpur BA var að leggjast að bryggju á Akureyri og verður áhöfnin öll send í sýnatöku en grunur leikur á því að einn skipverji sé smitaður af covid19.

Skjöldur Pálmason, framkvæmdastjóri Odda hf á Patreksfirði staðfesti þetta við Bæjarins besta nú áðan. Hann sagði að skipverjinn hefði sýnt einkenni í nótt og þegar hefði verið haft samband við Landhelgisgæsluna og í framhaldi af því hefði skipið lagt strax af stað til Akureyrar. Um 10 klst sigling var þangað.

Skjöldur sagði að áhöfnin yrði um borð þangað til niðurstöður fengjust úr sýnatökunni en það yrði væntanlega í kvöld. Framhaldið réðist svo af niðurstöðunni.