Metfjöldi umsókna í Uppbyggingarsjóð

Alls bárust 154 umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vestfjarða, en umsóknarfrestur rann út fyrir helgi.

Mörg þessara verkefna eru mjög áhugaverð. Nú taka fagráð og úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs til starfa og má telja víst að þau eigi vandasamt verk fyrir höndum.

Þetta er mesti fjöldi umsókna sem hefur borist síðan Uppbyggingarsjóði Vestfjarða var komið á laggirnar árið 2015.

Umsóknirnar skiptust þannig:

9 umsóknir um stofn- og rekstrarstyrki, alls að upphæð 25.805.252 kr. Heildarkostnaður þeirrar starfsemi er áætlaður 127.608.642 kr

79 umsóknir um menningarstyrki, alls að upphæð 118.449.738 kr. Heildarkostnaður þeirra verkefna er áætlaður 397.265.940 kr.

66 umsóknir um atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni, alls að upphæð 115.882.250 kr. Heildarkostnaður þeirra verkefna er áætlaður 283.388.659 kr.

Alls bárust þannig 154 umsóknir. Alls var sótt um 260.134.240 kr. Heildarkostnaður er áætlaður 808.263.241 kr.

Árlega er úthlutað um 50 milljónum króna úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða.

Gert er ráð fyrir að niðurstöður liggi fyrir í byrjun desember.

DEILA