Steinunn Finnbogadótti var fædd í Bolungarvík þann 9. mars árið 1924 og lést 9. desember 2016.
Foreldrar hennar voru þau Finnbogi Guðmundsson, sjómaður og verkalýðsforingi, og Steinunn Magnúsdóttir húsfreyja.
Steinunn lauk námi frá Ljósmæðraskólanum 1943 og átti farsælan feril sem ljósmóðir m.a. á Fæðingardeild Landsspítalans, Fæðingarheimili Reykjavíkur og Sólvangi í Hafnarfirði og var formaður Ljósmæðrafélags Íslands um árabil.
Hún var í forystusveit kvenna sem létu til sín taka í félags- og stjórnmálum upp úr miðri síðustu öld. Var einn stofnenda og sat í stjórn Samtaka frjálslyndra og vinstri manna og var borgarfulltrúi flokksins í Reykjavík 1970-1974 og varaborgarfulltrúi 1974-1978.
Árið 1971 varð Steinunn fyrsta konan á Íslandi til að gegna starfi aðstoðarráðherra, en hún var aðstoðarmaður Hannibals Valdimarssonar Samgöngu- og félagsmálaráðherra til ársins 1973.
Steinunn tók við stöðu forstöðumanns dagvistunar Sjálfsbjargar árið 1979 og starfaði þar til starfsloka 1993. Steinunn var sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu þann 17. júní 1982.
Steinunn var gift Herði Einarssyni stýrimanni og eignuðust þau þrjú börn; Steinunni, Einar og Guðrúnu Öldu.