Merkir Íslendingar – Steinunn Finnbogadóttir

Stein­unn Finn­boga­dótt­i var fædd í Bol­ung­ar­vík þann 9. mars árið 1924 og lést 9. desember 2016.

For­eldr­ar henn­ar voru þau Finn­bogi Guðmunds­son, sjó­maður og verka­lýðsfor­ingi, og Stein­unn Magnús­dótt­ir hús­freyja.

Stein­unn lauk námi frá Ljós­mæðraskól­an­um 1943 og átti far­sæl­an fer­il sem ljós­móðir m.a. á Fæðing­ar­deild Lands­spít­al­ans, Fæðing­ar­heim­ili Reykja­vík­ur og Sólvangi í Hafnar­f­irði og var formaður Ljós­mæðrafé­lags Íslands um ára­bil.

Hún var í for­ystu­sveit kvenna sem létu til sín taka í fé­lags- og stjórn­mál­um upp úr miðri síðustu öld. Var einn stofn­enda og sat í stjórn Sam­taka frjáls­lyndra og vinstri manna og var borg­ar­full­trúi flokks­ins í Reykja­vík 1970-1974 og vara­borg­ar­full­trúi 1974-1978.

Árið 1971 varð Stein­unn fyrsta kon­an á Íslandi til að gegna starfi aðstoðarráðherra, en hún var aðstoðarmaður Hanni­bals Valdi­mars­son­ar Sam­göngu- og fé­lags­málaráðherra til árs­ins 1973.

Stein­unn tók við stöðu for­stöðumanns dag­vist­un­ar Sjálfs­bjarg­ar árið 1979 og starfaði þar til starfs­loka 1993. Stein­unn var sæmd ridd­ara­krossi Hinn­ar ís­lensku fálka­orðu þann 17. júní 1982.

Stein­unn var gift Herði Ein­ars­syni stýri­manni og eignuðust þau þrjú börn; Stein­unni, Ein­ar og Guðrúnu Öldu.

DEILA