Merkir Íslendingar – Bjarni Guðbjörnsson

Bjarni Guðbjörns­son banka­stjóri fædd­ist í Reykja­vík 29. nóvember 1912.

For­eldr­ar hans voru Guðbjörn Guðbrands­son bók­bands­meist­ari og Jens­ína Jens­dótt­ir.

 

Bjarni kvænt­ist Gunnþór­unni Björns­dótt­ur árið 1941 og þau áttu börn­in Björn Ragn­ar, Þór­dísi og Gunn­ar Þór.

 

Bjarni lauk gagn­fræðaprófi árið 1930 og vann ýmis störf næsta ára­tug­inn. Hann lauk kenn­ara­prófi frá KÍ 1941 og sama ár hóf hann störf hjá Útvegs­bank­an­um í Reykja­vík.

 

Eft­ir starfs­nám í Pri­vat­ban­ken í Kaup­manna­höfn og Skandi­naviska Ban­ken í Stokk­hólmi tók Bjarni við úti­bús­stjóra­stöðu Útvegs­bank­ans á Ísaf­irði 1950. Bjarni var far­sæll úti­bús­stjóri næstu 23 árin, á tíma sem eft­ir­spurn eft­ir láns­fé var miklu meiri en fram­boð og lán voru skömmtuð. Bjarni náði með mik­illi út­sjón­ar­semi að styrkja at­vinnu­líf Ísa­fjarðar á þess­um erfiðu tím­um.

 

Frá Ísaf­irði fór Bjarni suður 1974 og var eitt ár úti­bús­stjóri Útvegs­bank­ans í Kópa­vogi, en tók þá við sem banka­stjóri Útvegs­bank­ans og gegndi því embætti til starfs­loka 1983. Bjarni var virk­ur í fé­lags­mál­um, sat m.a. í bæj­ar­stjórn Ísa­fjarðar í 22 ár og þar í for­sæti í fjög­ur ár, í stjórn fisk­veiðasjóðs og iðnþró­un­ar­sjóðs og var norsk­ur vararæðismaður á Ísaf­irði í 22 ár.

 

Bjarni var alþing­ismaður Vest­f­irðinga fyr­ir Fram­sókn­ar­flokk­inn 1967-1974.

 

Bjarni lést 29. janú­ar 1999.

Menningar Bakki.