Lax, humar og makríll á ársfundi Hafrannsóknastofnunar

Ársfundur Hafrannsóknastofnunar fer fram 13. nóvember, kl. 14-16 og í ljósi reglugerðar um takmörkun á samkomum verður fundinum eingöngu streymt á YouTube rás Hafrannsóknastofnunar, rannsókna- og ráðgjafarstofnunar hafs og vatna.

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra opnar fundinn.

Ávörp flytja, Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands og Sigurður Guðjónsson forstjóri.

Þrír sérfræðingar hjá Hafrannsóknastofnun flytja erindi.

Anna H Ólafsdóttir: Makríllinn, hvað er þessi dyntótti fiskur að gera?
Jónas Páll Jónasson: Humar í hnignun?
Guðni Guðbergsson: Er laxinn í krísu?