Það sem af er þessu fiskveiðiári hafa 5.696 tonn af veiðiheimildum í þorski verið leigðar milli útgerðarmanna í 284 viðskiptum fyrir 1.411 milljónir króna. Meðalverðið er 247,84 kr/kg. Liðnir eru tveir og hálfur mánuður af kvótaárinu.
Þetta kemur fram á vef Fiskistofu.
Til viðbótar greiðir sá sem nýtur kvótann til veiða 10,62 kr/kg af þorski. Samtals fær ríkissjóður 60,4 milljónir króna í veiðigjald fyrir 5.696 tonn af þorskveiðiheimildum sem hafa verið leigðar milli aðila.
Samanlagðar greiðslur fyrir veiðiréttinn eru 258,46 kr/kg eða 1.471 milljón króna. Skiptast greiðslurnar þannig að handhafi kvótans fær 1.411 milljónir króna og ríkissjóður 60 milljónir króna.