Kúrdarnir komnir: Kebeb staður á Ísafirði

Kebeb  veitingastaður hefur verið opnaður á Ísafirði í Neista húsinu. Það eru tveir Kúrdar sem standa að honum, annar frá Írak og hinn frá Íran.

Þeir reka þegar sams konar stað á Akureyri undir sama nafni Kurdo Kebab.  Opnað var fyrir tveimur vikum og hefur verið mikil aðsókn þann tíma.

Samkvæmt heimildum Bæjarins besta hyggast annar eigandinn flytja til Ísafjarðar með fjölskyldu sinni til þess að annast reksturinn en um þessar mundir er húsnæðisskortur á Ísafirði og  erfitt að finna íbúðarhúsnæði.