Í gær voru opnuð tilboð í fyrirstöðugarð sem er upphaf framkvæmda vegna lengingu á Sundabakka á Ísafirði sem er langstærsta framkvæmd sem Hafnarsjóður Ísafjarðarbæjar hefur ráðist í. 7 verktakar skiluðu inn tilboði sem eru eftirfarandi::
Bjóðandi Tilboð kr Hlutfall Frávik þús.kr.
JGvélar ehf. Reykjavík 63.291.000 144,2 25.269
Terra Umhverfisþjónusta ehf., 61.166.015 139,4 23.144
Keyrt og mokað ehf., Þingeyri 60.470.740 137,8 22.449
Grjótverk, Hafnarfirði 47.476.000 108,2 9.454
Steypustöð Ísfjarðar, Ísafirði 47.277.077 107,7 9.255
Áætlaður verktakakostnaður 43.888.000 100,0 5.866
Kubbur ehf. Ísafirði 42.477.000 96,8 4.455
Tígur ehf., Súðavík 38.021.770 86,6 0
Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri sagði í samtali við Bæjarins besta að stálþilið væri í pöntun og von væri á því um áramótin. Framkvæmdum við fyrirstöðugarðinn á að vera lokið 1. apríl á næsta ári og ætlunin væri að þá yrði byrjað strax á dýpkun og dælingu inn fyrir garðinn. Á uppfyllingunni verða allmargar lóðir og hefur þeim þegar verið úthlutað til ýmissa fyrirtækja.