Ísafjarðarhöfn: 1.347 tonnum landað í október

Alls var landað 1.347 tonnum í Ísafjarðarhöfn í síðasta mánuði. Skipið Silver Pearl landaði 258 tonnum af erlendri rækju og að henni frátalinni varð aflinn í október 1.089 tonn.

Páll Pálsson ÍS varð aflahæstur í október með 402 tonn eftir 4 veiðiferðir. Stefnir ÍS landaði 357 tonnum sem fengust í 5 sjóferðum og frystitogarinn Júlíus Geirmundsson ÍS landaði 223 tonnum af afurðum.

Um 30 tonn af rækju bárust á landi. Halldór Sigurðsson ÍS landaði 22 tonnum eftir 6 veiðiferðir og Klakkur ÍS landaði 8 tonnum eftir einn róður.  Skip Hafrannsóknarstofnunar Bjarni Sæmundsson RE landaði að auki um 8 tonnum af rækju.

Tindur ÍS reyndi fyrir sér á hörpudiskveiðum og fékk 975 kg í einni veiðiferð. Þá voru tveir handfærabátar á veiðum Hulda ÍS  og Imba ÍS sem veiddu samtals  1,3 tonn.