Árleg hundahreinsun verður í áhaldahúsinu á Ísafirði frá kl. 12-14 og 16-18 þriðjudaginn 1. desember og miðvikudaginn 2. desember.
Munið grímur, spritt og tveggja metra regluna.
Engrar tímapöntunar er þörf, eigendur mæta bara með hunda sína og fá þá hreinsaða.
Hundahreinsun er innifalin í leyfisgjaldi til Ísafjarðarbæjar og er skorað þá sem eiga eftir að ganga frá skráningu að gera það hið fyrsta.
Hægt er að fá bólusetningu aukalega fyrir 6.000 kr.
Hunda má skrá í gegnum rafrænan Ísafjarðarbæ eða með eyðublaði.