Hjallaháls: flutningabíll á hliðinni

Vegagerðin greinir frá því að búast megi við töfum á umferð um Hjallaháls þar sem flutningabíll er á hliðinni í vegkantinum og jafnvel lokunum næstu 6 – 8 klukkutímana meðan farmur er tekinn úr bílnum.

Þá er þæfingsferð á Dynjandisheiði og engin þjónusta Vegagerðarinnar í dag.