Gul viðvörun fyrir annað kvöld

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun um allt vestanvert landið, m.a. fyrir Vestfirði frá klukkan 19:00 á morgun, miðvikudag.

Spáð er suðaustan 15-23 m/s og snjókomu eða slyddu, einkum á fjallvegum.
Veðrinu fylgir að akstursskilyrði versna.

Þeir sem ætla að vera á ferðinni ættu því að huga vel að færð á vegum.

DEILA