Garðar BA

Garðar BA er elsta stálskip Íslendinga og situr það í fjörunni við Skápadal í Patreksfirði.

Skipið er vinsæll viðkomustaður ferðalanga á svæðinu. Sérkennileg staðsetning skipsins og ryðgað yfirborð þess er vinsælt viðfangsefni ljósmyndara.

Upprunalega kom skiptið til Íslands í seinni heimsstyrjöldinni.
Eftir komuna til landsins fékk skipið nafnið Siglunes SI 89 og ný vél var sett í það.
Árið 1963 fékk skipið nafnið Garðar BA 64.

Árið 1981 var skiptið orðið hættulegt og ekki hæft til notkunar og var því silgt upp í grunna fjöru við Skápadal í Patreksfirði þar sem það liggur enn.