Flateyri: 6 m.kr. til Lýðskólans

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að leggja fram 6 milljónir króna til endurbóta á húsnæði Lýðskólans á Flateyri fyrir nemendur að Eyrarvegi 8. Fer málið til bæjarstjórnar til staðfestingar. Samtals verða því 12 milljónir króna til ráðstöfunar til endurbótana.

Áður hafði ríkið samþykkt að setja sömu fjárhæð, 6 milljónir króna, til verkefnisins.  Verður það Húsnæðis og mannvirkjastofnun sem greiðir fjárhæðina út en það er háð því að Ísafjarðarbær leggi fram sömu fjárhæð.