Endurfjármögnun íbúðalána, jólaföndur og jólalög hjá Fræðslumiðstöðinni

Margt er í boði í Fræðslumiðstöðinni.

Í kvöld og 10. desember er Fríða Rúnarsdóttir með jólaföndur og 25. nóvember til 16 desember verða sungin vinsæl jólalög. Áhersla lögð á texta, takt, hryn og hreyfingu.
Það námskeið er undir stjórn Bryndísar Friðgeirsdóttur

Þessi námskeið eru ætluð fólki með fötlun, haldin í samvinnu við Fjölmennt – fullorðinsfræðslu fatlaðra.

Þann 25 nóvember er Björn Berg Gunnarsson deildarstjóri greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka með námskeið sem nefnist Endurfjármögnun íbúðalána. Gagnlegt námskeið um það sem mikilvægast er að hafa í huga við endurfjármögnun. Námskeiðið er fjarkennt í gegnum Zoom.

Dagana 8., 9. og 10. desember er námskeiðið ætlað öllum sem vilja læra skyndihjálp og endurlífgun og öðlast öryggi, færni og þekkingu í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum með því að beita á öruggan hátt einföldum aðferðum í skyndihjálp.

Allar nánari upplýsingar eru á vefsíðu Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða.

DEILA