Djúpvarpið, hlaðvarp ‚Djúpsins‘, sem er nýsköpunar- og samfélagsmiðstöð hefur hafið göngu sína. Það eru þeir Jón Páll Hreinsson og Gunnar Ólafsson sem standa að því.
Djúpið er staðsett á efri hæðinni í Ráðhúsinu í Bolungarvík (www.djupid.net). Gunnar Ólafsson, framkvæmdastjóri Djúpsins, ætlar að tala við nýsköpunarfyrirtæki og frumkvöðla á Vestfjörðum. En Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri talar við sveitarstjórnarfólk, leiðtoga í samfélaginu og vonandi fleiri leiðtoga og áhrifafólk í samfélaginu vítt og breitts em hafa áhrif hér á Vestfjörðum.
Hér er tengill á fyrsta þáttinn í hlaðvarpinu ‚Djúpvarpið‘ https://youtu.be/gph1H8JJ_uw
Þáttinn er einnig að finna á Spotify:
Hér er spotify linkurinn: