Davíð syrgir Dónald sinn

Það hefur verið góður morgun á Skjaldfönn með frjóan kveðskap eftir að Indriði á Skjaldfönn las húskveðju ritstjórans á Morgunblaðinu sem tók fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.

Hraðar en á hönd festi var komin vísa á vefinn undir þessari fyrirsögn:

Flaggað í hálfa á Mbl.
Davíð syrgir Dónald sinn
því dauður er nú hrottinn.
Eygir loksins andskotinn
ætan bita í pottinn.